Heimildarmenn á Alþingi

Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi stjórnarraðsins, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, …
Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi stjórnarraðsins, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi.

Einar Karl Haraldsson almannatengill vitnaði í það sem fram fór á lokuðum fundum þingmanna er hann lýsti stöðu mála í fréttabréfi til kröfuhafa. Fjallað er um fréttabréfin, eða yfirlitsskýrslurnar, í Morgunblaðinu í dag en þau sem blaðið hefur undir höndum spanna tíu mánaða tímabil. Í fyrstu skýrslunni, frá 6. mars 2014, vitnar Einar Karl í heimildarmenn á Alþingi.

„Miðað við það sem ég heyri úr þinginu var ekki mikið að græða á viðræðufundi sérfræðingahópsins með fulltrúum þingflokkanna. Það kom ekkert nýtt fram í greiningunni en framsetning gagna var þó ef til vill eitthvað frábrugðin. Hvað veldur þessari tregðu við að setja hlutina á borðið? Ástæðan er sögð sú að ríkisstjórnin óttist að með því að gera það muni hún svipta hulunni af áætlun sinni og taktík,“ skrifar Einar Karl, í lauslegri þýðingu.

Veikari staða skapi tækifæri

Athygli vekur að í einni skýrslunni skrifar Einar Karl að hann greini tækifæri í því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og flokkur hans hafi misst svo gott sem einokun sína á umræðu um skuldamál. Þá skrifar hann að lesendur sínir geti fagnað; Már Guðmundsson hyggist aftur sækja um embætti seðlabankastjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert