Kjúklingaskortur í Bónus

„Viðskiptavinir athugið! Kjúklingaskortur í verslunum stafar af verkfalli dýralækna. Bendum á frosnar E.S bringur í kistunni frammi á 1.579 kr pokinn. Starfsfólk Bónus.“

Þetta voru skilaboðin sem blöstu við viðskiptavinum Bónuss á Nýbýlavegi í vikunni þar sem ferskur kjúklingur virðist ekki lengur vera til.

Viðbúið var að úrval af ferskri kjötvöru í búðum minnkaði í verkfalli dýralækna, en við upphaf þess stöðvaðist slátrun spendýra og fiðurfénaðar.

Und­anþágu­nefnd Dýra­lækna­fé­lags Íslands samþykkti í vikunni mjög tak­markaða slátrun á kjúk­ling­um frá búum þar sem dýra­vel­ferðarþætt­ir voru komn­ir að hættu­mörk­um. Um er að ræða 50.000 kjúk­linga og tæp­lega 1.000 kalk­úna.

Þá stöðvast einnig að mestu inn­flutn­ing­ur á dýra­af­urðum, eins og kjöti og ost­um.

Dýra­lækn­ar segja að dýra­vel­ferð sé í há­veg­um höfð en rækt­end­ur halda hinu gagn­stæða fram og ótt­ast að málleys­ingjarn­ir þjá­ist vegna verk­fallsaðgerða dýra­lækna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert