„Laun starfsmanna sem kjararáð ákveður hafa hækkað hlutfallslega minna en laun á almennum vinnumarkaði og laun ríkisstarfsmanna sem ekki heyra undir kjararáð.“
Þetta kemur fram á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir, að laun þeirra síðastnefndu hafi hækkað um um það bil 66% frá miðju ári 2006 til loka árs 2014 en laun embættismanna undir kjararáði um tæp 50%. Ennfremur, að laun forstjóra félaga í eigu ríkisins eru svipuð nú og þau voru árið 2010.
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, að laun alþingismanna hafi þróast líkt og laun embættismanna þó hækkunin fyrir tímabilið 2006-2014 hafi verið heldur minni, eða um 38%.