Árni leitar liðsinnis innan ESB

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég vil biðja ykk­ur um að þrýsta á fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins að líta áfram á Ísland sem um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu.“ Þetta er haft eft­ir Árna Páli Árna­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Twitter-síðu þing­flokks Jafnaðarmanna og demó­krata á Evr­ópuþing­inu. Árni Páll er stadd­ur í heim­sókn hjá þing­flokkn­um og ávarpaði hann í gær.

Rík­is­stjórn Íslands sendi Evr­ópu­sam­band­inu bréf í síðasta mánuði þar sem lýst var þeirri af­stöðu henn­ar að landið væri ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu. Var Evr­ópu­sam­bandið beðið um að taka mið af því. Svar barst ný­verið frá Ed­gars Rin­kevics, ut­an­rík­is­ráðherra Lett­lands sem fer með for­sætið í ráðherr­aráði sam­bands­ins um þess­ar mund­ir. Þar sagði að tekið væri mið af bréfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að Evr­ópu­sam­bandið myndi í fram­hald­inu taka til skoðunar til­tekn­ar breyt­ing­ar á verk­ferl­um ráðherr­aráðs sam­bands­ins. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur lýst því yfir að þar með telji hann mál­inu lokið og að í fram­hald­inu muni Ísland fara af lista Evr­ópu­sam­bands­ins yfir um­sókn­ar­ríki.

Til­gang­ur heim­sókn­ar Árna Páls til þing­flokks Jafnaðarmanna og demó­krata var að skrifa und­ir sam­starfs­samn­ing milli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og þing­flokks­ins. Ekki síst á sviði Evr­ópu­mála. Haft er eft­ir Gi­anni Pittella, for­manni þing­flokks­ins, á Twitter-síðunni að þing­flokk­ur­inn styðji inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið. Haft er eft­ir Árna Páli að laga­lega séð séu dyrn­ar inn í sam­bandið ekki lokaðar land­inu. „Um leið og við sigr­um þing­kosn­ing­arn­ar hefj­um við inn­göngu­ferlið ... Við mun­um skipu­leggja þjóðar­at­kvæðagreiðslu um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið um leið og við kom­umst til valda.“

.<a href="htt­ps://​twitter.com/​ArniPall­Arna­son">@ArniPall­Arna­son</​a> "I would like to ask you to put pressure on <a href="htt­ps://​twitter.com/​EU_Comm­issi­on">@EU_Comm­issi­on</​a> to consi­der <a href="htt­ps://​twitter.com/​hashtag/​Ice­land?src=hash">#Ice­land</​a> a candi­da­te to EU mem­bers­hip"

.<a href="htt­ps://​twitter.com/​gi­annipittella">@gi­annipittella</​a> "We'll supp­ort Ice­land adhesi­on to the EU"

.<a href="htt­ps://​twitter.com/​ArniPall­Arna­son">@ArniPall­Arna­son</​a> "As soon as we will win the nati­onal electi­ons we'll beg­in an adhesi­on process"

.<a href="htt­ps://​twitter.com/​ArniPall­Arna­son">@ArniPall­Arna­son</​a> "We'll org­anise a ref­erend­um on <a href="htt­ps://​twitter.com/​hashtag/​EU­entry?src=hash">#EU­entry</​a> as soon as we are in power"

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert