Ölvaður á 113 km hraða

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för bifreiðar á Reykjanesbraut við Arnarnesveg  um ellefu leytið í gærkvöldi en bifreiðin hafði mælst á 113 km/klst.  Á þessum stað er leyfður hámarkshraði 80 km/klst.  Ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot á veitingastað  í Kópavogi. Þar var stolið fartölvu og skiptimynt.

 Lögreglan stöðvaði för bifreiðar í miðborginni á þriðja tímanum í nótt eftir að henni hafði verið ekið gegn biðskyldu fyrir lögreglubifreið.

Ökumaðurinn er próflaus, hefur aldrei öðlast réttindi og grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert