Eignuðust barn með hjálp staðgöngumóður

Barnið kom í heiminn í eldhúsi hjónanna í íbúð hér …
Barnið kom í heiminn í eldhúsi hjónanna í íbúð hér á landi. Jim Smart

Tveir sam­kyn­hneigðir karl­menn, hjón bú­sett hér á landi, eignuðust barn með hjálp staðgöngumóður í eld­hús­inu heima hjá sér í íbúð hér á landi. Kon­an er bú­sett er­lend­is og fóru menn­irn­ir tvisvar út til henn­ar þar sem þau gerðu til­raun til að gera hana ófríska. Það tókst í fyrstu til­raun í bæði skipti en í hún missti fóst­ur eft­ir fyrra skiptið.

Þetta kom fram í þætti Stöðvar 2, Íslandi í dag, í kvöld.

Í dag er ann­ar maður­inn með for­ræði yfir drengn­um og ætla hjón­in að sækja um stjúpætt­leiðingu þannig að þeir verði báðir for­eldr­ar barns­ins. Maður­inn fór ásamt kon­unni til sýslu­manns til að gera samn­ing um for­sjá en í kjöl­farið kom barna­sál­fræðing­ur heim til hjón­anna. Til­efni þótti til að gera skoðun á heim­il­is­hög­um drengs­ins.

Í skýrslu sem sál­fræðing­ur­inn skilaði frá sér eft­ir heim­sókn­ina kem­ur fram að hann gruni að þarna hafi verið fram­inn glæp­ur. Hjón­in hafa ekki heyrt meira um fram­gang máls­ins.

Í viðtal­inu við hjón­in kom fram að kon­an vildi ekki fara í tækn­isæðingu held­ur kaus hún að þau myndu sjálf fram­kalla sæðingu heima hjá henni. Hún hafði sjálf eign­ast fjög­ur börn og vildi láta gott af sér leiða en þá er faðir henn­ar einnig sam­kyn­hneigður líkt og hjón­in.

Þeir segj­ast vissu­lega hafi verið stressaðir um að hún myndi hætta við, en ákváðu að taka áhætt­una. Kon­an átti barnið í sund­laug í eld­húsi hjón­anna og var nán­asta fjöl­skylda viðstödd, í heild­ina fimmtán manns. Hjón­in borguðu kon­unni ekk­ert, hvorki fyr­ir meðgöng­una né ferðalög og segja þeir að hún hafi alltaf leitt talið að öðru þegar þeir vildu ræða greiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert