Píratar á hraðri siglingu

Jón Þór Ólafsson pírati.
Jón Þór Ólafsson pírati. mbl.is/Kristinn

Pírat­ar eru stærsti flokk­ur lands­ins og njóta stuðnings 30% þjóðar­inn­ar, ef marka má nýj­asta Þjóðar­púls Gallup. Flokk­ur­inn bæt­ir við sig 8% frá síðustu könn­un, en næst stærsti flokk­ur­inn er Sjálf­stæðis­flokk­ur með 23% fylgi.

Pírat­ar hafa tvö­faldað fylgi sitt frá því í fe­brú­ar sl., en þeir hlutu aðeins 5% at­kvæða í kosn­ing­un­um 2013.

Fylgi Bjartr­ar framtíðar hef­ur aldrei verið minna á kjör­tíma­bil­inu sam­kvæmt Þjóðar­púls­in­um og mæl­ist nú 8%. Liðlega 14% segj­ast myndu kjósa Sam­fylk­ing­una ef gengið yrði til kosn­inga nú, og hef­ur fylgi henn­ar ekki verið lægra síðan í júlí 2013.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins stend­ur svo til í stað í 10%, en stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina minnk­ar um þrjú pró­sentu­stig milli mánaða og stend­ur í 32%.

77,5% þátt­tak­enda tóku af­stöðu, 12,6% tóku ekki af­stöðu eða neituðu að svara, og 9,9% sögðust myndu skila auðu eða sleppa því að kjósa.

RÚV sagði fyrst frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka