Allar upplýsingar um viðburði 1. maí

Frá 1. maí í Reykjavík í fyrra.
Frá 1. maí í Reykjavík í fyrra. Árni Sæberg

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Fjölbreytt baráttudagskrá hefur verið skipulögð um land allt og hér á eftir fara upplýsingar um hvað er að gerast hvar.

<strong>Reykjavík</strong><br/>

Safnast saman á Hlemmi kl. 13.

<br/>

Kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila í göngunni og á Ingólfstorgi.

<br/>

Útifundur á Ingólfstorgi Kl. 14.10, fundarstjóri Þórarinn Eyfjörð.

<br/>

Gradualekór Langholtskirkju syngur.

<br/>

Árni Stefán Jónsson formaður SFR heldur ræðu.

<br/>

Ljótikór flytur tvö lög.

<br/>

Hilmar Harðarson formaður Samiðnar heldur ræðu.

<br/>

Reykjavíkurdætur flytja tvö lög.

<br/>

Kórar og  fundarmenn syngja Maístjörnuna.

<br/>

„Internationallinn“ sunginn og leikinn.

<br/>

Ræður eru táknmálstúlkaðar.

<br/>

Hulda Halldórsdóttir syngur á táknmáli með kórunum.

<br/>

Hvatningarorð fundarstjóra frá aðstandendum fundarins.

Baráttukaffi hjá stéttarfélögunum að fundi loknum.

<strong> </strong> <strong>Hafnarfjörður</strong><br/>

Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar kl. 13:30.

<br/>

Kröfuganga leggur af stað kl. 14 - gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun.

<br/>

Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 kl. 14:30.

<br/>

Fundastjóri: Jóhanna M. Fleckenstein.

<br/>

Ávarp dagsins: Karl Rúnar Þórsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.

<br/>

Ræða: Kolbeinn Gunnarsson formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.

<br/>

Skemmtiatriði: Sönghópurinn Voces masculorum kemur og tekur nokkur lög fyrir gesti.

<strong> </strong> <strong>Akranes</strong><br/>

Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí.

<br/>

Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness.

<br/>

Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.

<br/>

Ræðumaður dagsins: Vilhjálmur Birgisson.

<br/>

Karlakórinn Svanir syngur nokkur lög.

<br/>

Kaffiveitingar.

<br/>

Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00

<strong> </strong> <strong>Borgarnes</strong><br/>

Hátíðarhöldin hefjast í Hjálmakletti kl. 14.

<br/>

Hátíðin sett: Eiríkur Þór Theódórsson, stjórnarmaður í ASÍ-UNG og trúnaðarmaður hjá Stéttarfélagi Vesturlands.

<br/>

Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur.

<br/>

Ræða dagsins: Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands.

<br/>

Nemendur úr þriðja bekk Grunnskóla Borgarness með atriði.

<br/>

Söngfjölskyldan úr Kveldúlfsgötunni flytur nokkur lög, Zsuzsanna Budai leikur með á flygilinn

<br/>

Internasjónalinn.

<br/>

Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Útskriftarnemar Menntaskólans sjá um kaffihlaðborðið .

<br/>

Tvær kvikmyndasýningar verða fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa.

<strong> </strong> <strong>Stykkishólmur</strong><br/>

Dagskráin hefst kl. 13:30 á Hótel Stykkishólmi.

<br/>

Kynnir: Einar Strand.

<br/>

Ræðumaður: Sigurður A Guðmundsson formaður Vlf. Snæfellinga.

<br/>

Daníel Örn Sigurðsson töframaður.

<br/>

Helgi Björnsson ásamt gítarleikara.

<br/>

Lúðrasveit Stykkishólms.

<br/>

Boðið verður í bíó í Klifi kl. 18.00.

<br/>

Veitingar í boði félaganna.

<strong> </strong> <strong>Grundarfjörður</strong><br/>

Dagskráin hefst dagskrá kl. 14.30 í Samkomuhúsinu.

<br/>

Kynnir: Helga Hafsteinsdóttir formaður SDS.

<br/>

Ræðumaður: Guðbjörg Jónsdóttir varaformaður Vlf. Snæfellinga.

<br/>

Daníel Örn Sigurðsson töframaður.

<br/>

Helgi Björnsson ásamt gítarleikara.

<br/>

Alda Dís Arnardóttir sigurvegari Ísland got talent og Bragi Þór Ólafsson gítarleikari taka nokkur lög.

<br/>

Boðið verður í bíó í Klifi kl. 18.00.

<br/>

Veitingar í boði félaganna.

<strong> </strong> <strong>Snæfellsbær</strong><br/>

Dagskráin hefst í Klifi kl. 15.30.

<br/>

Kynnir: Guðmunda Wíum Stjórn SDS.

<br/>

Ræðumaður : Sigurður A Guðmundsson formaður Vlf. Snæfellinga.

<br/>

Daníel Örn Sigurðsson Töframaður.

<br/>

Alda Dís Arnardóttir sigurvegari Ísland got talent og Bragi Þór Ólafsson á gítar.

<br/>

Helgi Björnsson ásamt gítarleikara.

<br/>

Sýning eldriborgara.

<br/>

Boðið verður í bíó í Klifi kl. 18.00.

<br/>

Veitingar í boði félaganna.

<strong> </strong> <strong>Búðardalur</strong><br/>

St. Vesturlands og Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Dalabúð kl.14.30.

<br/>

Kynnir: Kristín G.Ólafsdóttir stjórn SDS.

<br/>

Ræðumaður: Geirlaug Jóhannsdóttir.

<br/>

Skemmtikraftar: Guðrún Gunnars og Jogvan.

<br/>

Gestum er boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni.

<strong> </strong> <strong>Ísafjörður</strong><br/>

Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 11:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.

<br/>

Ræðumaður dagsins: Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.

<br/>

Tónlistaratriði.

<br/>

Pistill dagsins: Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt.

<br/>

Söngatriði - Dagný Hermannsdóttir og Svanhildur Garðarsdóttir.

<br/>

Súpa í boði 1. maí nefndar í Edinborgarhúsinu að hátíðarhöldum loknum.

<br/>

Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00.

<strong> </strong> <strong>Suðureyri</strong><br/>

Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14.

<br/>

Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.

<br/>

Kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga.

<br/>

Ræða dagsins - Söngur og hljóðfæraleikur.

<strong> </strong> <strong>Bolungarvík</strong><br/>

Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður í kaffi og kökur í félagsheimili Bolungarvíkur. 

8. og 9. bekkur Grunnskóla Bolungarvíkur sér um kaffiveitingar.

<br/>

Tónlistaskóli Bolungarvíkur sér um tónlist og söng.

<br/>

Laddawan Dagbjartsson sér um dans.

<strong> </strong> <strong>Blönduós</strong><br/>

Kaffiveitingar í boði Stéttarfélagsins Samstöðu í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 15.

<br/>

Tónlistaratriði hjá nemenda Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýlsu .

<br/>

Ræðumaður dagsins:  Guðmundur Gunnarsson,  fyrrverandi  formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

<br/>

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög.

<br/>

Bíósýning fyrir börnin, góðar veitingar og góð dagskrá.

<strong> </strong> <strong>Skagafjörður</strong><br/>

Stéttarfélögin í Skagafirði bjóða til hátíðardagskrár kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

<br/>

Ræðumaður verður Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju og Starfsgreinasambands Íslands.

<br/>

Að venju verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð og skemmtiatriði. Að þessu sinni verða þau í höndum Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju og nemenda úr 10.bekk Árskóla, auk þess sem Geirmundur Valtýsson mun leika fyrir gesti af sinni alkunnu snilld.

<strong> </strong> <strong>Akureyri</strong><br/>

Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið Kl. 13:30 en hálftíma síðar verður lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar.

<br/>

Hátíðardagskrá í Menningarhúsinu Hofi að lokinni kröfugöngu.

<br/>

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB og Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju flytja ávörp.

<br/>

Sveppi og Villi og Jónas Þór Jónasson skemmta.

<br/>

Kaffiveitingar að lokinni dagskrá.

<strong> </strong> <strong>Fjallabyggð</strong><br/>

Dagskrá í Fjallabyggð verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 14 til 17.

<br/>

Margrét Jónsdóttir flytur ávarp.

<br/>

Kaffiveitingar.

<strong> </strong> <strong>Húsavík</strong><br/>

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða til hátíðarhalda í íþróttahöllinni kl. 14.

<br/>

Ræðumenn: Aðalsteinn Baldursson formaður og Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar.

<br/>

Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál.

<br/>

Óskar Pétursson syngur nokkur lög.

<br/>

Regína Ósk Óskarsdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir syngja lög með Tinu Turner.

<br/>

Stúlknakór Húsavíkur og Steini Hall blæs í lúður.

<strong> </strong> <strong>Þórshöfn</strong><br/>

Verkalýðsfélag Þórshafnar býður öllum frítt í Íþróttamiðstöðina frá kl.11 til 14.

<br/>

Súpa og brauð í hádeginu er einnig í boði verkalýðsfélagsins.

<strong> </strong> <strong>Vopnafjörður</strong><br/>

Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00.

<br/>

Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar.  Tónlistaratriði til skemmtunar.

<br/>

Ræðumaður: Kristján Magnússon.

<strong> </strong> <strong>Borgarfjörður eystri</strong><br/>

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00.

<br/>

Kvenfélagið Eining sér  um veitingar.

<br/>

Ræðumaður: Reynir Arnórsson.

<strong> </strong> <strong>Seyðisfjörður </strong><br/>

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.

<br/>

8. og 9. bekkir Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði.

<br/>

Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.

<strong> </strong> <strong>Egilsstaðir</strong><br/>

Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00.

<br/>

Morgunverður  og tónlistaratriði.

<br/>

Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.

<strong> </strong> <strong>Reyðarfjörður</strong><br/>

Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00.

<br/>

9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sér um kaffiveitingar.

<br/>

Tónskóli Reyðarfjarðar.

<br/>

Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir.

<strong> </strong> <strong>Eskifjörður</strong><br/>

Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00.

<br/>

Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar.

<br/>

Tónskóli Reyðarfjarðar.

<br/>

Ræðumaður: Þröstur Bjarnason.

<strong> </strong> <strong>Neskaupstaður</strong><br/>

Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl.14:00.

<br/>

Félag Harmonikkuunnenda spila.

<br/>

Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson.

<strong> </strong> <strong>Fáskrúðsfjörður</strong><br/>

Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00.

<br/>

Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar.

<br/>

Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.

<br/>

Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson.

<strong> </strong> <strong>Stöðvarfjörður</strong><br/>

Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00.

<br/>

Kaffiveitingar.

<br/>

Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.

<br/>

Ræðumaður: Sigríður Dóra Sverrisdóttir.

<strong> </strong> <strong>Breiðdalsvík</strong><br/>

Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli  kl. 14:00.

<br/>

Kaffiveitingar og tónlistaratriði. 

<br/>

Ræðumaður:  Sigríður Dóra Sverrisdóttir.

<strong> </strong> <strong>Djúpavogur </strong><br/>

Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00.

<br/>

Morgunverður og tónlistaratriði.

<br/>

Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson.

<strong> </strong> <strong>Hornafjörður</strong><br/>

Kröfuganga frá Víkurbraut 4 kl 13:30, takið með ykkur kröfuspjöld.

<br/>

Hátíðardagskrá á Hótel Höfn kl. 14:00, kaffiveitingar.

<br/>

Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði.

<br/>

Ræðumaður:  Lars Jóhann Andrésson.

<strong> </strong> <strong>Selfoss</strong><br/>

Kröfuganga frá Austurvegi 56 kl. 11, félaga í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum.

<br/>

Ræðumenn: Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS og Halldóra Magnúsdóttir formaður Nemendafélags FS.

<br/>

Lína langsokkur mætir á svæðið og Karlakór Rangæinga syngur nokkur lög.

<br/>

Bílasýning.

<br/>

Veitingar í boði stéttarfélaganna á Hótel Selfossi.

<strong> </strong> <strong>Vestmannaeyjar</strong><br/>

Dagskráin hefst með baráttufundi í Alþýðuhúsinu kl. 15.00. 

<br/>

Ræðumaður: Arnar Hjaltalín formaður Drífandi stéttarfélags. 

<br/>

Kaffi kakó og vöfflur.

<br/>

Ungir nemendur í bland við eldri í Tónskóla Vestmannaeyja leika og syngja fyrir verkalýðinn.

<strong> </strong> <strong>Reykjanesbær</strong><br/>

Dagskrá í Stapa kl. 13:45 Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist.

<br/>

Setning kl. 14 - Kristján Gunnarsson  formaður VSFK.

<br/>

Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur syngja nokkur lög.

<br/>

Ræða dagsins: Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.

<br/>

Sveitapiltsins draumur –  Atriði frá minningartónleikum til heiðurs.

<br/>

Rúnari Júlíussyni sem hefði orðið 70 ára á þessu ári.

<br/>

Kvennakór Suðurnesja flytja nokkur lög.

<br/>

Börnum boðið á sýningu í Sambíói Keflavík kl. 13.

<strong> </strong> <strong>Sandgerði</strong><br/>

Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis verður með opið hús að Tjarnargötu 8, húsi félagsins frá kl. 15 – 17.

<br/>

Kaffi og meðlæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert