Moska í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum

Kirkjan Santa Maria della Misericordia, þar sem íslenski skálinn verður.
Kirkjan Santa Maria della Misericordia, þar sem íslenski skálinn verður.

Verk mynd­list­ar­manns­ins Christophs Büchel, sem verður full­trúi Íslands á Fen­eyjat­víær­ingn­um sem hefst 9. maí næst­kom­andi, nefn­ist Mosk­an, The Mosque á ensku, og verður sett upp í af­helgaðri kirkju frá 10. öld.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Kynn­ing­armiðstöð ís­lenskr­ar mynd­list­ar er verkið unnið í sam­starfi lista­manns­ins og sam­fé­laga mús­líma á Íslandi og í Fen­eyj­um en í hinum gamla og sögu­lega hluta Fen­eyja hef­ur aldrei risið moska, þrátt fyr­ir sterk sögu­leg áhrif íslamskr­ar menn­ing­ar þar.

Sagt er að til­gang­ur­inn með verk­inu sé „að draga at­hygli að stofn­ana­vædd­um aðskilnaði og for­dóm­um í sam­fé­lag­inu“. Til stend­ur að bjóða upp á fræðslu- og menn­ing­arkynn­ing­ar fyr­ir gesti sýn­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars til að auka skiln­ing á mis­mun­andi menn­ing­ar­heim­um. Sýn­ing­ar­stjóri verk­efn­is­ins er Nína Magnús­dótt­ir.

Leynd yfir verk­inu

Í fyrra var í fyrsta skipti aug­lýst eft­ir um­sókn­um um verk­efni til að setja upp í ís­lenska skál­an­um á Fen­eyjat­víær­ingn­um, elstu og fjöl­sótt­ustu mynd­list­ar­hátíð sam­tím­ans. Tals­verða at­hygli vakti þegar val­nefnd kaus til­lögu Büchel, tæp­lega fimm­tugs sviss­nesks lista­manns sem lítið hef­ur farið fyr­ir í ís­lensku list­a­lífi þótt hann sé bú­sett­ur á Seyðis­firði.

Hann hef­ur lengi starfað með einu þekkt­asta galle­ríi sam­tím­ans, Hauser & Wirth, og sett upp at­hygl­is­verðar og viðamikl­ar inn­setn­ing­ar í virt­um söfn­um og sýn­ing­ar­söl­um. Á dög­un­um hlaut hann virt verðlaun, Swiss Grand Prix Art – The Prix Mer­et Opp­en­heim.

Tals­verð leynd hef­ur hvílt yfir verki Büchel enda viðfangs­efnið að margra mati viðkvæmt. Í til­kynn­ing­unni er vitnað í Ill­uga Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, sem seg­ist vona að verkið verði já­kvætt inn­legg í umræðu um umb­urðarlyndi.

Þá seg­ir formaður Fé­lags múslima í Feyj­um um ís­lenska skál­ann: „Blað hef­ur verið brotið í sögu Fen­eyja­borg­ar með nýju list­formi – list sem er ekki ein­ung­is tak­mörkuð við mál­verk eða högg­mynd­ir, held­ur list sem mæt­ir kalli nú­tím­ans um sam­tal.“

Mosk­an verður sett upp í hinni fornu kirkju heil­agr­ar Maríu hinn­ar mis­kunn­sömu, Santa Maria della Misericordia, sem er frá 10. öld en af­helguð og hef­ur ekki verið opin al­menn­ingi í fjóra ára­tugi.

Fyrsta mosk­an

Þá sjö mánuði sem sýn­ing­ar tví­ær­ing­ins eru opn­ar, er verk­inu sem bygg­ist á þeirri staðreynd að þetta verður fyrsta mosk­an í hinum sögu­lega hluta Fen­eyja, ætlað „að tengja sam­an þúsund­ir múslima í Fen­eyj­um sem eru frá 29 lönd­um, múslimska ferðamenn sem sækja borg­ina heim ásamt öðrum Fen­ey­ing­um og ferðamönn­um,“ eins og seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Kirkj­an mun verða miðstöð fyr­ir ýmsa starf­semi sam­fé­lags múslima í Fen­eyj­um og verður al­menn­ingi boðið upp á ým­is­kon­ar fræðslu.

Büchel teng­ir hug­mynd verks­ins við sögu­leg áhrif íslamskr­ar menn­ing­ar á Fen­eyj­ar og þær fé­lags- og stjórn­mála­legu skír­skot­an­ir sem borg­in hef­ur í hnatt­ræn­um bú­ferla­flutn­ing­um nú­tím­ans. Þá hafi hvorki verið byggðar mosk­ur í Fen­eyj­um né á Íslandi en í stuðnings­yf­ir­lýs­ingu Sverr­is Agn­ars­son­ar, for­manns Fé­lags múslima á Íslandi, seg­ir að fé­lagið sé stolt af stuðningi sín­um við verkið á sama tíma og tak­mark þess nálg­ast, „að byggja fyrstu mosk­una í nyrstu höfuðborg heims. Það er von okk­ar að verk­efni sem þessi leiði til líf­legr­ar starf­semi meðal hóf­samra, víðsýnna múslima á alþjóðavísu“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert