Píratar í stórsókn

Graf/Píratar

Skráðir flokksmenn í Pírötum eru 1.693 en þeim fjölgaði mjög í mars og apríl á þessu ári. Hinn 10. apríl sl. bættust yfir 100 félagar í raðir flokksins. Í samtali við mbl.is í dag sagði Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, að mikil fjölgun hefði verið á fólki í grasrótarstarfinu.

Þá sagði hún að auknum stuðningi fylgdi meira álag, en það væri já­kvætt álag. Sagði hún ekki hægt að lýsa andrúmsloftinu inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar á ann­an hátt en að það væri „eins og kosn­inga­stemn­ing á miðju kjör­tíma­bili.“

Gröfin sem fylgja með eru birt með góðfúslegu leyfi Pírata.

Frétt mbl.is: Óánægjufylgi til Pírata, ekki öfgaflokka

Frétt mbl.is: Píratar á hraðri siglingu

Graf/Píratar
Graf/Píratar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert