Skoða aðgerðir gegn Speli

Starfsmenn Spalar í Hvalfjarðargöngunum lögðu niður störf frá klukkan 12 …
Starfsmenn Spalar í Hvalfjarðargöngunum lögðu niður störf frá klukkan 12 á hádegi í gær, eins og aðrir félagsmenn Starfsgreinasambandsins, og stóð það til miðnættis. Akstur um göngin var gjaldfrjáls meðan á verkfallinu stóð. Deilt er um það hvort um verkfallsbrot hafi verið að ræða. mbl.is/Golli

„Hvert og eitt aðildarfélag Starfsgreinasambandsins hefur ákvörðunarrétt um það hvernig það beitir sínum verkfallsrétti og getur látið kjósa um frekari verkfallsheimildir á einstaka stöðum og herða á þeim ef svo ber undir.“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í umfjöllun um yfirstandandi kjaradeilur í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að félagið sé svo sannarlega að skoða hvort herða eigi á verkfallsaðgerðum hjá Speli sem á og rekur Hvalfjarðargöngin.

„Viðbragðsáætlun sem Almannavarnir hafa gefið út um Hvalfjarðargöng gerir ráð fyrir veigamiklu hlutverki starfsmanna gjaldskýlanna. Við hörmum því að menn skuli ekki virða neyðaráætlunina með þessum hætti og við teljum þetta því kolólöglegt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert