Skýrslur „peninga- og tímaeyðsla“

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins.
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. mbl.is/Golli

„Leyni­skýrsl­ur“ sem unn­ar voru um Lands­bank­ann og Glitni af er­lend­um sér­fræðing­um sem Eva Joly út­vegaði reynd­ust vera „pen­inga- og tíma­eyðsla“ að sögn ónafn­greinds fyrr­ver­andi starfs­manns sér­staks sak­sókn­ara.

Þáðu sér­fræðing­arn­ar á milli 600 og 700 evr­ur á tím­ann fyr­ir þá vinnu sem þeir inntu af hendi, en á þeim tíma var það vel yfir 100.000 krón­um á klukku­stund.

Þessu er haldið fram í ný­út­kom­inni bók Eggerts Skúla­son­ar, rit­stjóra DV, And­er­senskjöl­in, rann­sókn­ir eða of­sókn­ir? þar sem farið er yfir fer­il Gunn­ars And­er­sen í for­stjóra­stóli Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á gagn­rýn­inn hátt. Um bók­ina og skýrslu­gerð þessa er fjallað nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka