„Leyniskýrslur“ sem unnar voru um Landsbankann og Glitni af erlendum sérfræðingum sem Eva Joly útvegaði reyndust vera „peninga- og tímaeyðsla“ að sögn ónafngreinds fyrrverandi starfsmanns sérstaks saksóknara.
Þáðu sérfræðingarnar á milli 600 og 700 evrur á tímann fyrir þá vinnu sem þeir inntu af hendi, en á þeim tíma var það vel yfir 100.000 krónum á klukkustund.
Þessu er haldið fram í nýútkominni bók Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, Andersenskjölin, rannsóknir eða ofsóknir? þar sem farið er yfir feril Gunnars Andersen í forstjórastóli Fjármálaeftirlitsins á gagnrýninn hátt. Um bókina og skýrslugerð þessa er fjallað nánar í Morgunblaðinu í dag.