Ástandið fer úr böndum

Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi.
Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ef kemur til verkfalls hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu verður ástandið í heilbrigðiskerfinu gjörsamlega komið úr böndum, að mati landlæknis. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga efnir til atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna um boðun ótímabundins verkfalls hjá ríkinu frá og með 27. maí.

Verkföll starfsstétta innan BHM valda þegar röskun í spítölum og annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Fjölda læknisaðgerða hefur verið frestað, meðal annars meðferð krabbameinssjúklinga. Embætti landlæknis fylgist með ástandinu.

„Ég veit að það er allt gert sem hægt er til að tryggja öryggi sjúklinga. Ég fæ hins vegar ekki séð hvernig hægt væri að fást við aðstæður ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kæmi,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir.

Hann segir að embættið hafi ekki úrræði til að grípa inn í. Það geti aðeins reynt að þrýsta á samningsaðila um að ljúka deilunni. „Það er ekki hægt að reka heilbrigðiskerfið við slíkar aðstæður,“ segir Birgir og tekur fram að hann vonist til þess að ekki komi til verkfalls.

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að langt sé á milli sjónarmiða samninganefnda og þar sem ekki sé hægt að merkja mikinn samningsvilja hjá ríkinu séu hjúkrunarfræðingar nauðbeygðir til að kanna hug félagsmanna til aðgerða.

Samstarf um grunnhækkun

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur skynsamlegt að mismunandi hópar innan sambandsins eigi samstarf um samninga um almennar launahækkanir en jafn ljóst sé að mæta þurfi séróskum einstakra hópa. Hann hvetur til þess að settur verði aukinn þrýstingur á atvinnurekendur með því að fylkja 110 þúsund félagsmönnum ASÍ undir einn fána. Ef fleiri hópar færu að dæmi SGS mætti búast við að 100 þúsund félagar væru komnir í verkfall í lok maí.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert