Bjart fyrir sunnan - kalt fyrir norðan

Svona verður veðrið á hádegi í dag.
Svona verður veðrið á hádegi í dag. Skjáskot/Veðurstofan

Næsta sólarhringinn er spáð austan og norðaustan 5-15 m/s og éljum norðan- og austanlands.  Hvassast verður við norðvestur- og suðausturströndina. Víða dálítil él síðdegis, en þurrt vestanlands. Hiti verður 1 til 8 stig að deginum, en um eða undir frostmarki fyrir norðan og austan, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu má reikna með fremur hægri austlægri átt og bjartviðri, en skýjað verður með köflum eftir hádegi. Líkur á smá úrkomu um tíma seinnipartinn.

Veðurvefur mbl.is.

Vegir eru að mestu greiðfærir á Suðurlandi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Greiðfært er á Vesturlandi.

Það eru sumstaðar hálkublettir á Vestfjörðum og Ströndum. Snjóþekja er á Gemlufallsheiði, í Önunda-, Súganda- og Skutulsfirði. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur er hafinn.

Hálkublettir eru á köflum á Norðurlandi en hringvegurinn er þó nánast auður. Hálkublettir og skafrenningur er á Öxnadalsheiði og hálkublettir í Víkurskarði og Köldukinn. Hálka er á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum. Hálka eða snjóþekja og einhver skafrenningur er á milli Raufarhafnar og Bakkafjarðar.

Snjóþekja er á Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði. þungfært er á Vatnskarði eystra en mokstur er hafinn. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fjarðarheiði og éljagangur og hálka á Oddsskarði. Hálka er á Fagradal og einhverjir hálkublettir frá Fáskrúðsfirði að Höfn. Öxi og Breiðdalsheiði eru ófærar.

Hálka er á fjallvegum og sums staðar skafrenningur.
Hálka er á fjallvegum og sums staðar skafrenningur. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert