Dauðir kúnnar, dauðir kettir, fat-finger og algjört flush

Tungutakið á mörkuðunum getur verið ansi skrautlega.
Tungutakið á mörkuðunum getur verið ansi skrautlega. SPENCER PLATT

Laga spreddið, að vera á næsta tikki, stokk­ur­inn, vera þétt­ur á því og að upp­lifa al­gjört flush er tungu­tak sem er mörg­um fram­andi. Þetta hef­ur aft­ur á móti verið áber­andi í fjöl­miðlum síðustu tvær vik­urn­ar meðan aðalmeðferð er í gangi í stóra markaðsmis­notk­un­ar­máli Kaupþings. Eru þessi orðtök og fleiri til reglu­lega notuð í sím­töl­um sem eru spiluð í dómsal eða í máli vitna sem svara spurn­ing­um sak­sókn­ara og verj­anda.

Flest­ir vina­hóp­ar eða starfs­stétt­ir hafa ákveðið tungu­tak eða „lingó“ og eru fjár­mála­starfs­menn þar eng­in und­an­tekn­ing. Það tungu­tak sem hér um ræðir er þó vænt­an­lega enn sér­sniðnara og á við um ein­stak­linga sem stunda markaðsviðskipti og þá aðallega hluta­bréfaviðskipti. Áttu þau sér að mestu stað milli starfs­manna Kaupþings banka.

Mbl.is ákvað að taka sam­an helstu orðtök­in og skýra þau nán­ar fyr­ir hinn venju­lega leik­mann. Þess skal getið að skiln­ing­ur ákæru­valds og ákærðu hef­ur verið mis­mun­andi í nokkr­um til­fell­um og þá virðast ákærðu einnig leggja ör­lít­inn mun í sum­um til­fell­um. Þessi listi ætti engu að síður að gefa góða vís­bend­ingu um hvað er átt hverju sinni.

  • Auka selj­an­leika – Hafa mörg kaup- og sölu­til­boð í Kaup­höll­inni þannig að auðvelt sé fyr­ir fjár­festa að kaupa og selja bréf sem ger­ir þau eft­ir­sótt­ari, verðmæt­ari og með minni fjár­fest­inga­kostnaði.
  • Stokk­ur­inn – Markaður­inn (Kaup­höll­in)
  • Stokk­ur­inn dauður – Lít­ill selj­an­leiki
  • Utanþings­markaður – Markaður fyr­ir utan hefðbund­in Kaup­hall­ar­markað, t.d. þegar tveir aðilar semja um kaup sín á milli.
  • Safna í pakka – Kaupa upp bréf og safna sam­an fyr­ir stór­ar söl­ur (venju­lega á utanþings­markaði).
  • Styrkja biddið – Fjölga kauptil­boðum eða hækka kaup­verð í bréf.
  • Þétta til­boðið – Fjölga kauptil­boðum á ákveðnu verðbili.
  • Kaupa á ask­inu/​fara upp í askið – Kaupa hluta­bréf á því verði sem söluaðili biður um.
  • Kippa í [nafn á hluta­bréf­um] – Sama og „kaupa á ask­inu.“
  • Halda við – Styðja við gengi (um­deilt milli sak­sókn­ara og ákærðu).
  • Vera þétt­ur – Vera með mörg til­boð í stokkn­um og auka þannig selj­an­leika.
  • Að vera víðir á því – And­stæðan við að vera þétt­ur á því.
  • Setja niður hæl­ana – Koma sterk­ur inn í kaup­um á bréf­um (ákærðu)/​Stoppa verðlækk­un í ákveðnu gengi (sak­sókn­ari).
  • Stoppa frjálst fall – Koma í veg fyr­ir verðlækk­un með að hand­stjórna verði (sak­sókn­ari)/​Draga úr lækk­un með að auka selj­an­leika og minnka sveifl­ur (ákærðu).
  • Koma sterk­ur inn – Vera með mörg til­boð í stokkn­um
  • Heil­brigð/​skyn­söm verðmynd­un – And­stæðan við óheil­brigða verðmynd­un og bend­ir til lög­brots (sak­sókn­ari)/​Sveiflu­lít­il verðmynd­un (ákærðu).
  • Vera firm á verðinu – Vera ákveðinn/​Vera með mikið af kauptil­boðum.
  • Laga spreddið – Laga mis­mun í gengi á milli tveggja markaða (hér á við um markaði á Íslandi og í Svíþjóð) og hagn­ast á mis­mun­in­um.
  • Þetta kostaði – Verðið á þessu var (sak­sókn­ari)/​Fjöldi bréfa var (ákærði), s.b. „þetta kostaði 100k“.
  • Á næsta tikk – Tikk er heil tala í gengi. Verðbilið 867 og 868 eru t.d. tvö tikk.
  • Halda sig inn­an 5% - Passa að fara ekki yfir flögg­un­ar­skyldu í Kaup­höll­inni.
  • Kaup­hall­ar­herm­ir – Það sem blaðamaður vonaði að væri ein­hvers­kon­ar HAL9000 eða Ocul­us Rift tækni, en er í raun held­ur óá­huga­vert for­rit sem sýn­ir kaup og sölu í Kaup­höll­inni á ein­földu grafi og minn­ir frek­ar á hug­búnað frá 1995.
  • Dauður kött­ur – Sjá frétt Hvað er dauður kött­ur? 
  • Rífa upp – Hækka verðið.
  • Hvernig ertu í lím­ing­un­um – Hvernig hef­ur þú það.
  • Pumpa bréf­um á markaðinn – Setja mikið af bréf­um á sölu.
  • Að kalla eitt­hvað – Að skipa fyr­ir.
  • Al­gjört flush – Mik­il lækk­un á markaði, s.b. „opn­un­in var al­gjört flush“
  • Taka inn á sig – Kaupa bréf (á sama tíma og aðrir hafa verið að losa sig við bréf).
  • Dauðir kúnn­ar – Lít­ill kaup­vilji á markaðinum.
  • Kasta bréf­um – Selja bréf.
  • Éta bréf­in – Kaupa hluta­bréf (í stór­um stíl).
  • Fat-fin­ger – Ein­hver sem ger­ir mis­tök á markaði, komið frá því að ein­hver sé með svo stóra putta að hann hafi óvart rekið sig í vit­laus­an takka.
  • Hamra niður – Lækka gengi bréfa með að selja þau.
  • Kína­vegg­ir/Kínamúr­ar – Ósýni­leg­ir eða óáþreif­an­leg­ir vegg­ir milli deilda sem eiga að hindra ákveðið upp­lýs­inga­streymi þar á milli. Meðal ann­ars not­ast við aðgangs­stýr­ing­ar, sam­skipti, tölvu­kerfi o.fl.
  • Strák­arn­ir – Hluta­bréfamiðlun­in.
  • Leyfa þessu að sunka – Leyfa hluta­bréf­um að lækka.
  • Kvóta út – Selja.
  • Smassa á mig – Senda mér SMS skeyti.
  • Koma aft­ur inn á tikk­un­um – Vera virk­ur á markaðinum.
Í réttarsalnum hafa verið spilum fjöldamörg símtöl. Í flestum þeirra …
Í rétt­ar­saln­um hafa verið spil­um fjölda­mörg sím­töl. Í flest­um þeirra er sér­stakt tungu­tak fjár­mála­markaðanna ekki langt und­an.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka