Tæp 21.000 hafa skrifað undir áskorun

Skjáskot af vefnum Þjóðareign.is

Rétt tæplega 21.000 manns hafa skrifað undir áskorun á forseta Íslands um að vísa lögum sem úthluta fiskveiðiheimildum til lengri tíma en eins árs í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Áskorunin er svohljóðandi: „Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“

Bolli Héðinsson, einn aðstandenda söfnunarinnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að frekar en að úthluta makrílkvóta til sex ára eins og rætt sé um standi ríkisstjórninni nær að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrána sem tryggi eign þjóðarinnar á auðlindum Íslands. „Það er verkefni ríkisstjórnarinnar,“ segir Bolli. Hann telur fyrirætlanir frumvarp um makrílkvóta ekki til þess fallið að tryggja framgang þessa, og að nær væri að halda áfram núverandi hætti, þar sem kvóta er úthlutað eitt ár í senn.

Á rúmum sólarhring skrifuðu 14.700 manns undir áskorunina.

Auk Bolla standa Agnar K. Þorsteinsson, Elín Björg Ragnarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Henný Hinz, Jón Sigurðsson, Jón Steinsson og Þorkell Helgason standa að undirskriftasöfnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert