Afhenti ríkisbanka án heimilda

Víglundur Þorsteinsson segir nauðsynlegt að taka upp dómsmál vegna ákvarða …
Víglundur Þorsteinsson segir nauðsynlegt að taka upp dómsmál vegna ákvarða ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. mbl.is/Kristinn

Víg­lund­ur Þor­steins­son lög­fræðing­ur tel­ur hafið yfir all­an vafa að þau gögn sem hann hafi sent Alþingi geymi ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um al­var­leg lög­brot ráðherra, emb­ætt­is­manna og banka­manna á ár­un­um 2009 til 2013. Þing­inu sé því sá einn kost­ur fær að senda málið til rík­is­sak­sókn­ara.

Þetta kem­ur fram í bréfi sem Víg­lund­ur hef­ur sent til alþing­is­manna, en hann minn­ir um leið á að nú séu liðnir liðlega 14 mánuðir síðan hann sendi til þeirra fyrst gögn og skrif sem hann taldi benda til stór­felldra lög­brota ráðherra, eins eða fleiri, á ár­un­um 2009 til 2013. Viðbót­ar­gögn sendi hann síðan þing­inu í janú­ar á þessu ári. 

Hann hef­ur enn­frem­ur skrifað Brynj­ari Ní­els­syni vegna skýrslu sem Brynj­ar vann um málið. Víg­lund­ur seg­ir að skýrsl­an sé í meg­in­at­riðum staðfest­ing á því sem hann hafi þegar sett fram. Þá seg­ir Víg­lund­ur, að skýrsla Brynj­ars breyti því ekki sem hann hafi áður rök­stutt með gögn­um að lík­lega hafi víðtæk lög­brot ráðherra, emb­ætt­is­manna, starfs­manna rík­is­bank­anna og slita­stjórna átt sér stað á ár­inu 2009 og síðar með ómerk­ingu ákv­arðana Fjár­mála­eft­ir­lits­ins frá októ­ber 2008. 

Greip heim­ild­ar­laust inn í lög­mælt ferli

„Þessi brot fólust í því að rík­is­stjórn­in þáver­andi [rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna] greip heim­ild­ar­laust inn í lög­mælt ferli neyðarlag­anna um stofn­un hinna nýju rík­is­banka. Kom í veg fyr­ir að Fjár­mála­eft­ir­litið fengið lokið sín­um ákvörðunum. 

Þess í stað hóf hún samn­inga við full­trúa hinna er­lendu kröfu­hafa sem lauk með því að þeim voru gef­in skot­leyfi á lands­menn og fyr­ir­tæki. Án heim­ilda af­henti hún kröfu­höf­un­um tvo rík­is­banka og stjórn­un­ar­rétt yfir þeim þriðja.

Þær ákv­arðanir höfðu þær af­leiðing­ar að kröfu­haf­arn­ir auðguðust með ólög­mæt­um hætti og op­in­berri hjálp um 400-500 millj­arða króna á kostnað lands­manna. Sú ólög­mæta auðgun er í dag einn af helstu ásteyt­ing­ar­stein­um fyr­ir af­námi gjald­eyr­is­haft­anna,“seg­ir Víg­lund­ur í bréfi til alþing­is­manna.

Tap rík­is­ins á bil­inu 60 - 100 millj­arðar

Víg­lund­ur seg­ir að svo sýn­ist við lest­ur á tveggja ný­út­kom­inna bóka, Bylt­ing - og hvað svo? eft­ir Björn Jón Braga­son og And­er­senskjöl­in eft­ir Eggert Skúla­son, að fyrr­ver­andi rík­is­stjórn hafi í heim­ild­ar­leysi ráðstafað fjár­mun­um rík­is­sjóðs fram­hjá regl­um neyðarlag­anna í starf­semi fjöl­margra smærri lána­stofn­ana og geng­ist í ábyrgð fyr­ir aðra í heim­ild­ar­leysi. Þetta viirðist hafa verið fram­kvæmt að hent­ug­leik­um án þess að afla fyr­ir­fram heim­ilda Alþing­is. 

„Fæ ekki bet­ur séð en að þess­ar fjár­hæðir í heild nemi um 230 millj­örðum króna og að tap rík­is­ins vegna þessa muni verða á bil­inu 60 - 100 millj­arðar þegar öll kurl verða kom­in til graf­ar. Þess­ar ráðstaf­an­ir sýn­ast mér skýr brot á 40. og 41. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar,“ seg­ir Víg­lund­ur.

„Ég tel hafið yfir all­an vafa að þau gögn sem ég hef sent Alþingi geymi ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um al­var­leg lög­brot ráðherra, emb­ætt­is­manna og fleiri svo sem banka­manna á ár­un­um 2009 til 2013. 

Þing­inu sé því sá einn kost­ur fær að senda rík­is­sak­sókn­ara mál þetta til frek­ari rann­sókn­ar og meðferðar.

Þó ekki muni til þess koma að kalla sam­an Lands­dóm vegna fyrn­ing­ar­á­kvæða í lög­um um að hann sýn­ast sum brot­anna vera þannig að þau eru vænt­an­lega ófyrnd sam­kvæmt regl­um hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940, vænt­an­lega þá öll sbr. 81. gr. lag­anna,“ skrif­ar Víg­lund­ur enn­frem­ur. 

Kall­ar á aðgerðir til leiðrétt­inga

Í svar­inu við skýrslu Brynj­ars seg­ir Víg­lund­ur, að það sé ljóst að eft­ir­leik­ur sá þegar bank­arn­ir inn­heimtu annað en þeir áttu kalli á aðgerðir til leiðrétt­inga. Í sum­um til­vik­um hafi dóm­stól­ar leiðrétt hlut vegna ólög­mætra geng­is­bund­inna lána en ekki í öll­um. Í ýms­um til­vik­um hafi tjón og töp verið geng­in fram áður en til skulda­leiðrétt­inga nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar kom. 

Víg­lund­ur seg­ir rétt að hafa það skýrt, að sam­kvæmt þeim gögn­um hafi eng­in geng­islán verið flutt í hina nýju banka, ein­göngu kröf­ur í ís­lensk­um krón­um sem eft­ir af­skrift­ir hafi verið færðar í stof­nefna­hag nýs banka þannig. Til­gang­ur­inn hafi verið að eyða allri geng­isáhættu nýju inn­lendu bank­anna. Vegna inn­gripa rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur hafi FME ekki fengið svig­rúm til að ljúka verk­inu. 

Lög­gjöf um end­urupp­töku vel fall­in til sátt­ar á Íslandi

„Það er skoðun mín að vegna þessa blekk­ing­ar­leiks þurfi þingið að setja lög um end­urupp­töku mála þar sem bank­ar hafa inn­heimt um­fram þær kröf­ur sem þeir eignuðust. 

Setn­ing þeirra laga þarf ekki að vera flókið verk, sér­stak­lega ef þau myndu opna sam­hliða fyr­ir leið aðila til að semja um mál að nýju áður en til end­urupp­töku kæmi. 

Slík lög­gjöf væri vel fall­in til sátt­ar í okk­ar þjóðfé­lagi sem enn er að berj­ast við þung­ar af­leiðing­ar hruns­ins þjakað af tor­tryggni og óvild. 

Slík laga­setn­ing væri að mínu mati í sam­ræmi við það ákall ís­lenskra kjós­enda um heiðarleika sem nú birt­ist okk­ur í skoðana­könn­un­um sem öfl­ug­ur stuðning­ur við Pírata. Sá stuðning­ur er ákall um ný vinnu­brögð, gagn­sæi og heiðarleika,“ skrif­ar Víg­lund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka