Ávinningur af innlendri ræktun

Brynjar Skúlason við myndarlegan fjallaþin.
Brynjar Skúlason við myndarlegan fjallaþin.

Ýmislegur ávinningur gæti fylgt kynbótum á fjallaþin til ræktunar á jólatrjám innanlands. Ekki aðeins myndi sparast talsverður gjaldeyrir með minni innflutningi og störf skapast í skógrækt.

Heldur er líka um heilbrigðismál fyrir skógrækt að ræða því nokkur áhætta fylgir því að flytja inn hátt í 40 þúsund jólatré á ári með möguleikum á margvíslegum sjúkdómum og hugsanlega öðrum skaðvöldum sem skaða gróður, að sögn Brynjars Skúlasonar, sérfræðings hjá Skógrækt ríkisins og doktorsnema við Kaupmannahafnarháskóla.

Nýtt skref verður stigið í þessu kynbótaverkefni í mánuðinum er farið verður að græða sprota af völdum einstaklingum fjallaþins á þinstofna á Vöglum í Fnjóskadal. Brynjari til trausts og halds verður danskur garðyrkjumaður með mikla reynslu í að ágræða normannsþin, en normannsþinur hefur um árabil verið vinsælasta jólatréð á íslenskum heimilum. Svo hann þrífist vel þarf hann almennt hærra hitastig en er í boði hér á landi, en mögulega getur fjallaþinur komið í stað hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert