Bæjarstjóri á ný á Marbakka

Ármann Kr. Ólafsson við húsið, þangað sem hann hyggst flytja …
Ármann Kr. Ólafsson við húsið, þangað sem hann hyggst flytja með fjölskyldu sinni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Iðnaðarmenn vinna um þessar mundir að endurbótum á húsinu að Marbakka sem stendur við Fossvoginn í vesturbæ Kópavogs.

Þetta er eitt elsta og sögufrægasta hús bæjarins, reist af hjónunum Finnboga Rúti Valdimarssyni og Huldu Jakobsdóttur, sem fluttu þangað 10. maí 1940, sama dag og Bretar hernámu Ísland. Finnbogi Rútur varð bæjarstjóri 1955 og gegndi embættinu til 1957 en þá tók Hulda kona hans við og hafði starfið með höndum til ársins 1962.

Það sem gerir endurbygginguna nú sérstaklega í frásögur færandi, er að húseigandinn er núverandi bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson. Og kona hans heitir einmitt Hulda. Sagan fer alltaf í hringi, er stundum sagt og nú má segja að Marbakki verði aftur nokkurs konar bæjarbústaður Kópavogs, kaupstaðarins sem er 60 ára um þessar mundir. Afmælisdagur bæjarins er 11. maí og á næstu dögum verður tímamótanna minnst með fjölbreyttri og áhugaverðri dagskrá, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka