Gæslan bjargar 328 flóttamönnum

Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í dag og kvöld 328 flóttamönnum af tveimur bátum norður af Líbíu. Um var að ræða 236 manns á trébát og hinsvegar 92 á litlum gúmmíbát.

Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, að tæplega 70 konur og börn hafi verið í hópnum. Aðgerðir tókust vel og heldur skipið nú til Sikileyjar þar sem fólkið verður sett í land á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert