Felldu tillögu um aukið gagnsæi

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna felldu til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins um aukið gagn­sæi í skóla­starfi og upp­lýs­inga­gjöf til for­eldra á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag.

Til­laga Sjálf­stæðis­flokks­ins er svohljóðandi:

„Í því skyni að auka gagn­sæi í skóla­starfi og upp­lýs­inga­gjöf til for­eldra, samþykk­ir borg­ar­stjórn að skýrsla með heild­arniður­stöðum um ár­ang­ur reyk­vískra grunn­skóla í lesskimun og stærðfræðiski­mun, þar sem m.a. koma fram upp­lýs­ing­ar um ár­ang­ur hvers skóla, verði birt­ar á heimasíðu viðkom­andi skóla.“

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins, að mark­mið til­lög­unn­ar hafi verið að auka gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf um skólastarf til reyk­vískra for­eldra og hvetja þá þannig til að taka auk­inn þátt í námi barna sinna.

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins segja, í ljósi yf­ir­lýs­inga meiri­hluta­flokk­anna um aukið gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf, sé at­hygl­is­vert að full­trú­ar þeirra skuli fella til­lög­una, ekki síst full­trúi Pírata.

Við af­greiðslu máls­ins lögðum við borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fram eft­ir­far­andi bók­un:

„Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins harma að full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli hafna því að skýrsl­ur með heild­arniður­stöðum um ár­ang­ur hvers grunn­skóla í stöðluðum kunn­áttu­próf­um í lestri og stærðfræði (lesskimun og stærðfræðiski­mun) verði gerðar aðgengi­leg­ar með því að birta þær á heimasíðu viðkom­andi skóla ásamt skýrslu um heild­arniður­stöður fyr­ir grunn­skóla borg­ar­inn­ar. Með slíkri birt­ingu væri stórt skref stigið í þá átt að auka gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf um skólastarf til reyk­vískra for­eldra.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert