Flytur tillöguna í fimmta sinn

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður.
Vigdís Hauksdóttir alþingismaður. mbl.is/Rax

„Heildstæð stefna um nýtingu auðlinda hefur ekki verið mótuð að neinu marki hérlendis og því er tímabært að ráðast í það verkefni nú,“ segir Vígdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í fréttatilkynningu en hún flutti nýverið í fimmta sinn tillögu til þingsályktunar um skilgreiningu auðlinda þar sem segir:

„Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að fá færustu sérfræðinga á sviði auðlindaréttar til að semja frumvarp sem skilgreinir með tæmandi hætti hvað flokkast til auðlinda hér á landi og hverjar auðlindir Íslands eru.“

Vigdís segist binda miklar vonir við að þingsályktunin verði samþykkt á kjörtímabilinu: „Ég bind miklar vonir við að þessi þingsályktun verði samþykkt í tíð núverandi ríkisstjórnar því Framsóknarflokkurinn er auðlindaflokkur sem skilur jafnvægi milli umhverfisverndar og auðlindanýtingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert