Framkvæmdir ekki stöðvaðar

Framkvæmdir eru hafnar að Hlíðarenda.
Framkvæmdir eru hafnar að Hlíðarenda. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tillögur minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að framkvæmdir á svæði Valsmanna á Hlíðarenda við Reykjavíkurflugvöll yrðu stöðvaðar voru felldar á borgarstjórnarfundi í gær.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vildu að framkvæmdaleyfi til Valsmanna yrði dregið til baka tímabundið eða þar til fyrirvarar sem innanríkisráðuneytið setti væru uppfylltir, það er að Samgöngustofa hefði lokið umfjöllun sinni um möguleg áhrif lokunar neyðarbrautar flugvallarins og að niðurstaða svonefndrar Rögnunefndar lægi fyrir.

„Bent er á að uppbygging á Valssvæðinu sé óheimil með vísan til laga um loftferðir,“ sagði í tillögu Sjálfstæðisflokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert