Átakið Hjólað í vinnuna hófst í morgun en athygli vakti að Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í Reykjavík neitaði að vera með hjálm á hjólinu og var því hjálmlaus ólíkt flestum öðrum sem tóku þátt í dagskránni í morgun.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna í þrettánda sinn dagana 6. - 26. maí. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Landsmenn hafa tekið Hjólað í vinnuna vel og hefur orðin mikil aukning þátttakanda á milli ára, samkvæmt tilkynningu.