Hjálmar hjálmlaus á hjólinu

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra …
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ voru meðal þeirra sem tóku þátt í dagskránni í morgun en Hjálmar var hjálmlaus ólíkt hinum tveimur. mbl.is/Árni Sæberg

Átakið Hjólað í vinn­una hófst í morg­un en at­hygli vakti að Hjálm­ar Sveins­son borg­ar­full­trúi í Reykja­vík neitaði að vera með hjálm á hjól­inu og var því hjálm­laus ólíkt flest­um öðrum sem tóku þátt í dag­skránni í morg­un.

Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands, stend­ur fyr­ir heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efn­inu Hjólað í vinn­una í þrett­ánda sinn dag­ana 6. - 26. maí. Meg­in­mark­mið Hjólað í vinn­una er að vekja at­hygli á virk­um ferðamáta sem heilsu­sam­leg­um, um­hverf­i­s­væn­um og hag­kvæm­um sam­göngu­máta. Lands­menn hafa tekið Hjólað í vinn­una vel og hef­ur orðin mik­il aukn­ing þátt­tak­anda á milli ára, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Hjólað í vinn­una

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert