Sýningin Nála á Njáluslóðum

Börnin voru einbeitt að leysa hin ýmsu verkefni á sýningunni …
Börnin voru einbeitt að leysa hin ýmsu verkefni á sýningunni Nálu. Ljósmynd/Natasa Horvat

Rúmlega 120 börn úr Hvolsskóla og leikskólanum Örk á Hvolsvelli voru ánægð með það sem fyrir augu bar á opnun sýningarinnar Nálu í Sögusetrinu á Hvolsvelli í gær.

Sýningin Nála er byggð á samnefndri barnabók eftir Evu Þengilsdóttur en hún var sett upp í Þjóðminjasafninu í vetur en er aðlöguð að húsakynnum Sögusetursins. Hluti af sýningunni er svokallaður Nálurefill en hann vísar til Njálurefilsins sem er í Sögusetrinu. Nálurefillinn er hannaður, teiknaður og litaður af gestum en um er að ræða 90 metra langa pappírsrúlla sem gestir skreyta að vild. Hann verður sýndur sérstaklega sem sjálfstætt myndlistarverk eftir börn.

Bókin Nála, kom út í fyrra og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er óður til íslensks menningararfs og um leið ævintýri um valið milli góðs og ills, stríðs og friðar. Höfundur sækir innblástur í 300 ára gamalt Riddarateppi sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu.

Sýningin verður opin í gallerí Ormi út júnímánuð. Hún er hugsuð fyrir börn á öllum aldri og er aðgangur ókeypis.

Ljósmynd/Natasa Horvat
Ljósmynd/Natasa Horvat
Ljósmynd/Natasa Horvat
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert