Tómlegt um að litast í kjöthillum margra verslana

Úrval í verslunum hefur minnkað og víða má sjá tómlegar …
Úrval í verslunum hefur minnkað og víða má sjá tómlegar hillur sem óvíst er hvenær fyllt verður á.

Sigurður Gunnar Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir verslunina ekki eiga ferskan kjúkling, nóg sé til af frosnum kjúklingi, þíddu svínakjöti, lambakjöti og nautakjöti.

Þar sem verslunin hafi lagt mikla áherslu á vöruúrval standi hún ágætlega að vígi ef neysluhegðun tekur ekki stórtækum breytingum. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir ástandið vera orðið slæmt. „Það er lítið til af ferskum kjúklingi og svíni, eitthvað til af nauti en við eigum ekki alla vöðvana sem við viljum bjóða upp á en eigum eitthvað af frosnum kjötvörum.“

Í Bónus er ferskur kjúklingur uppseldur og líklegt að frosinn kjúklingur og nautakjöt klárist einnig um helgina. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, bendir þó á að nóg sé til af grillkjöti bæði af svínakjöti og lambakjöti og frosnu lambakjöti og fiski.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert