Fólki á biðlistum forgangsraðað

Unnið við hjartaþræðingu á Landspítalanum.
Unnið við hjartaþræðingu á Landspítalanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir sem koma á Landspítala með bráð hjartavandamál fá tafarlausa þjónustu, þar með talið bráða hjartaþræðingu ef það er talið nauðsynlegt, þrátt fyrir yfirstandandi verkfall BHM, segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga.

Hann segir það sem betur fer afar sjaldgæft að sjúklingar deyi ótímabærum dauðdaga á meðan þeir eru á biðlista eftir þræðingu. Sjúklingum á biðlistum er forgangsraðað þannig að ef ástand sjúklings versnar er hægt að bregðast við með því að flýta hjartaþræðingunni og bráðasjúklingum er ávallt sinnt tafarlaust.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðinga, og Davíð segja að verkfall BHM hafi mjög slæm áhrif víða á Landspítala, ekki síst á hjartaþræðingastofu. Fáir séu kallaðir inn af biðlistum fyrir hjartaþræðingar og önnur inngrip eins og brennsluaðgerðir og gangráðsísetningar. Þetta valdi töfum á greiningu og meðferð sjúklinga sem sé auðvitað óæskilegt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert