Framsýnarfólk klappaði fyrir samningi

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Stétt­ar­fé­lagið Fram­sýn á Húsa­vík hef­ur samið við 23 fyr­ir­tæki, eða um 30% fyr­ir­tækja á svæðinu, um nýja kjara­samn­inga. Gengið var að kröf­um Fram­sýn­ar í þess­um til­vik­um um 300 þúsund króna lág­marks­laun að sögn Aðal­steins Bald­urs­son­ar for­manns Fram­sýn­ar.

Flest fyr­ir­tæk­in greiða lág­marks­laun strax

„Um er að ræða 35 þúsund króna launa­hækk­un við und­ir­skrift. Eins ábyrgj­ast fyr­ir­tæk­in að greiða 300 þúsund krón­ur í lág­marks­laun í síðasta lagi árið 2017, en flest fyr­ir­tæk­in gera það strax,“ seg­ir Aðal­steinn. Hann seg­ir eitt fyr­ir­tæki til viðbót­ar hafi boðað komu sína á fund í á morg­un til að ganga frá sam­bæri­leg­um samn­ingi. Hann seg­ir að níu fyr­ir­tæki hafi komið á fund með Fram­sýn á fimmtu­dag­inn í síðustu viku eft­ir að verk­fall hófst sem stóð í hálf­an dag. „Svo komu hin fyr­ir­tæk­in í verk­fall­inu núna,“ seg­ir Aðal­steinn. Að sögn hans voru því um 100 starfs­menn af 500-600 manns sem eru í Fram­sýn að störf­um á verk­falls­dög­un­um.

Klappað þegar samn­ing­ar voru kynnt­ir

Samn­ing­arn­ir voru kynnt­ir á fundi nú í kvöld. „Það var mik­il gleði og fólk klappaði. Við ætl­um að halda sam­eig­in­legt vöfflukaffi á miðviku­dag­inn til að fagna þessu. Það er ein­um of mikið að halda 23 vöfflukaffi," seg­ir Aðal­steinn kampa­kát­ur. 

Búið að semja við 23 fyr­ir­tæki

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert