Meðaldagvinnulaun frá 406 - 536 þúsund

Geislafræðingur að störfum.
Geislafræðingur að störfum. mbl.is/ÞÖK

Laun starfs­fólks hjá rík­inu sem er í þeim BHM-fé­lög­um sem eru í verk­falli eru tölu­vert mis­mun­andi skv. upp­lýs­ing­um fjár­málaráðuneyt­is um laun rík­is­starfs­manna, sem birt eru í sam­starfi við heild­ar­sam­tök starfs­mann­anna.

Þá eru starfs­stétt­irn­ar í ólíkri aðstöðu til að lyfta heild­ar­laun­un­um með yf­ir­vinnu og álags­greiðslum. Þannig voru t.d. dag­vinnu­laun geisla­fræðinga sem starfa hjá rík­inu í fyrra að meðaltali 435.707 kr. á mánuði en heild­ar­laun­in að meðtal­inni yf­ir­vinnu og vakta­álagi voru 669.707 kr.

Ljós­mæður voru að meðaltali með 483.261 kr. í dag­vinnu­laun í fyrra en heild­ar­laun­in að meðtal­inni yf­ir­vinnu og álagi voru 696.090 kr. á mánuði að jafnaði, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert