Eftirgjöf skulda mun bera 36% tekjuskatt

Skatturinn telur að skattleggja eigi eftirgjöf skulda við gjaldþrot.
Skatturinn telur að skattleggja eigi eftirgjöf skulda við gjaldþrot. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég þekki engin dæmi þess að þrotabú hafi verið krafin um að skila tekjuskatti af þeirri upphæð sem kröfuhafar fá ekki greidda við gjaldþrot. Þarna yrði um nýja framkvæmd að ræða.“

Þetta segir Guðbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, í Morgunblaðinu í dag í tengslum við nýbirt bindandi álit ríkisskattstjóra. Álitið var gefið út í kjölfar fyrirspurnar slitastjórnar SPB hf. (áður Icebank) í tengslum við möguleg skattskil búsins, ef til gjaldþrotaskipta kæmi.

Í áliti ríkisskattstjóra er það sagt ljóst að þrotabú sé skattskylt vegna tekna sem myndast við að skuldir umfram eignir, sem ekki fást greiddar við uppgjör á búinu við gjaldþrot, eru felldar niður. Þá er einnig ljóst skv. lögum að tekjuskattur á þrotabú er 36%. Fyrrnefnd slitastjórn stóð í þeirri trú að ekki bæri að greiða tekjuskatt af þessum mismun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert