Hrefnuveiðar hefjast næstu daga

Með hrefnu á síðunni.
Með hrefnu á síðunni. mbl.is/Árni Sæberg

„Við stefnum að því að byrja hérna úti á Faxaflóa, líkt og áður. Síðan verður að koma í ljós hvort við höldum á önnur mið. Mér finnst það líklegra, miðað við hvernig ástandið var í fyrra.“

Þetta segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP útgerðar ehf. sem gerir út Hrafnreyði KÓ-100 til hrefnuveiða, í Morgunblaðinu í dag.

Gunnar reiknar með að hefja veiðar um helgina eða í byrjun næstu viku. Þá verði kominn nægur mannskapur til að manna skipið. Skipið fór í reynslusiglingu fyrir síðustu helgi. Gunnar segir að lítið líf hafi verið í Flóanum þá. Þá hafi það dregið úr að ekki hafi verið neitt sérstakt sjóveður síðustu daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert