Settu hjálm á Gísla Martein

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson.

Nokkur umræða kviknaði eftir að mynd af Hjálmari Sveinssyni borgarfulltrúa birtist á vef mbl.is, þar sem hann hjólaði hjálmlaus. Hjálmar var þar gagnrýndur fyrir hjálmleysi sitt.

Gísli Marteinn Baldursson var ekki lengi að svara þessum gagnrýnisröddum, þar sem hann benti á að „það er ekki hættulegt að hjóla ef það er gert rétt og mér finnst rangt að senda þau skilaboð út í þjóðfélagið að það sé hættulegra en t.d. að aka bíl, hlaupa úti í hálku, hlaupa á hlaupabretti, ganga á esjuna, mála í stiga, labba á gangstétt með ljósastaurum eða hvaðeina sem fólk gerir hjálmlaust.“ Sjálfur hjólar Gísli Marteinn hjálmlaus.

Internetið var hins vegar fljótt að snúa þessari umræðu upp í létt grín, því upp er sprottin síða þar sem hægt er að „setja hjálm á Gísla.“

Á vefsíðunni er meðal annars hægt að setja Batmanhjál, víkingahjálm með hornum og hefðbundinn hjólreiðahjálm á Gísla Martein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert