Sólskinsmet sett í Reykjavík í maíbyrjun

Fyrstu dagarnir í maí hafa verið sólríkari á höfuðborgarsvæðinu en …
Fyrstu dagarnir í maí hafa verið sólríkari á höfuðborgarsvæðinu en dæmi eru um frá því að mælingar hófust fyrir um 90 árum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fyrstu sex dagar þessa maímánaðar nú eru þeir sólríkustu í Reykjavík frá því að sólarmælingar hófust fyrir um 90 árum. Þetta kemur fram í bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar (nimbus.blog.is).

Hinn 6. maí skein sólin í 16,1 klukkustund sem var lengur en nokkru sinni frá því að sólskinsmælingar hófust. Eldra met var 15,8 klukkustundir.

Daginn áður, 5. maí, var einnig slegið sólarmet en þá skein sólin í 16,0 stundir en fyrra met var 15,7 stundir. 4. maí skein sólin í 15,7 stundir en áður hafði hún skinið lengst í 15,6 stundir. Sólskinið hinn 3. maí sl. jafnaði fyrra met og naut sólar í 16,0 stundir þann dag. Sól var ekki gengin til viðar í gær þegar punkturinn var settur aftan við þessa frétt í glampandi sól. Sólskinsmetið hinn 7. maí var 16,1 klukkustund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert