Verður moskunni lokað?

Íslenski skálinn. Mosku Büchels verður mögulega lokað af borgaryfirvöldum í …
Íslenski skálinn. Mosku Büchels verður mögulega lokað af borgaryfirvöldum í Feneyjumk.

Borgaryfirvöld í Feneyjum hafa varað Kynn­ing­armiðstöð ís­lenskr­ar mynd­list­ar (KÍM) við því að íslenska skálanum á Fen­eyjat­víær­ingn­um verði lokað. Verkið í skálanum heitir MOSK­AN – Fyrsta mosk­an í Fen­eyj­um og er eftir svissneska listamanninn  Cristoph Büchel.

Í bréfi sem Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdarstjóra KÍM, barst í gær frá borgaryfirvöldum í Feneyjum, er varað við því að sýningunni yrði lokað verði hún áfram notuð sem bænastaður.

„Skálinn er ekki og getur ekki verið bænastaður,“ sagði m.a. í bréfinu að sögn blaðamanns New York Times, Randy Kennedy. Kemur jafnframt fram að ýmsar athafnir sem stundaðar eru í skálanum fyrir bænahald, eins og það að þvo fætur, verði ekki leyft. Þar að auki er ekki leyfilegt að klæðast sérstökum klæðnaði inni í skálanum.

Samkvæmt frétt NYT var ekkert gert af hálfu borgaryfirvalda í gær til þess að loka moskunni, en þar fór fram bænahald yfir daginn, tónlist spiluð og boðið upp á mat.

Í greininni kemur fram að forsvarsmenn íslenska skálans hafi sagt að lögfræðingar þeirra væru nú að skoða bréfið og að sögn Büchel og leiðtoga múslíma í Feneyjum mun moskan vera opin í dag, laugardag, nema að henni verði lokað af borgaryfirvöldum.

Samkvæmt grein Kennedy var byggingin full af fólki á opnunarhátíð skálans. Þar voru bæði almennir listunnendur og múslímar. Karlarnir báðu saman í miðju rýminu en konurnar söfnuðust saman nálægt útganginum þar sem þær báðu. Tehmina Janjua, sendiherra Pakistan á Ítalíu hélt ræðu við opnunarhátíðina og þakkaði Büchel og sýningarstjóranum Nínu Magnúsdóttur, fyrir „stað fyrir bænahald, stað fyrir list, stað þar sem samfélög geta komið saman og talað og átt í samtali hvort við annað.“

Eins og fram hefur komið á mbl.is sendu yfirvöld í Fen­eyj­um bréf til KÍM þar sem varað er við því að mosk­an geti ógnað ör­yggi í Fen­eyj­um. Erfitt sé að fylgj­ast með kirkj­unni vegna staðsetn­ingu henn­ar og slíkt eft­ir­lit sé nauðsyn­legt að teknu til­liti til ástands­ins alþjóðlega og mögu­lega hættu á árás­um öfga­hópa. 

Frétt New York Times.

Fyrri fréttir mbl.is:

Moska í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum

Munnlegt leyfi fyrir moskunni

Töldu moskuna ógna öryggi

Fjölskylda frá Treviso við bænir í Moskunni, verki Cristoph Büchel.
Fjölskylda frá Treviso við bænir í Moskunni, verki Cristoph Büchel. Ljósmynd Didier Descouens
Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Cristoph Büchel
Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Cristoph Büchel Ljósmynd Bjarni Grímsson
Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Verk eftir …
Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Verk eftir Cristoph Büchel Ljósmyndari Bjarni Grímsson
Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Verk eftir …
Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Verk eftir Cristoph Büchel Ljósmynd Bjarni Grímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert