Yfirtaki lífeyrisskuldir RÚV

mbl.is/Ómar

Í rekstrar- og aðgerðaáætlun sem unnin var af RÚV í samráði við starfshóp þriggja ráðuneyta er ein forsenda þess að rekstur RÚV komist í jafnvægi án verulegra breytinga á þjónustu sú að lífeyrissjóðsskuldbindingar hverfi úr efnahag félagsins.

Meðal þess sem lagt er til er að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar en þær voru 3 milljarðar í haust. Morgunblaðið hefur undir höndum greinargerð fjárlaganefndar Alþingis um fjárhag RÚV en þar er fjallað um umrædda áætlun. Greinargerðin var samþykkt 28. apríl.

Samkvæmt áætluninni verður rekstur RÚV í jafnvægi á þessu sex ára tímabili miðað við gefnar forsendur. Þannig verður 1.540 milljón króna hagnaður af rekstri RÚV rekstrarárið 2015-2016 þar sem gert er ráð fyrir að lóðasala skili 1.400 milljónum króna á árinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert