Tvö skattþrep í stað þriggja

Beðið er eftir formlegu útspili stjórnvalda á vinnumarkaði.
Beðið er eftir formlegu útspili stjórnvalda á vinnumarkaði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkisstjórnin hefur viðrað hugmyndir um skattalækkanir við forsvarsmenn SA og ASÍ til að liðka fyrir kjaraviðræðum.

Að sögn Ólafíu B. Rafnsdóttur, annars varaforseta ASÍ, funduðu forsvarsmenn sambandsins með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.

Þar hefðu verið nefndar hugmyndir um að hækka persónuafslátt í 65 þúsund krónur og að skattþrep yrðu tvö í stað þriggja. Þorsteinn Víglundsson, formaður SA, segir að ríkisstjórnin hafi sýnt vilja til þess liðka fyrir kjaraviðræðum með þessum hætti, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert