Verkfall minnkar verðbólgu

Verkfall félagsmanna í BHM hjá Sýslumanninum í Reykjavík hefur sín …
Verkfall félagsmanna í BHM hjá Sýslumanninum í Reykjavík hefur sín áhrif. mbl.is/Golli

Verðbólga í maí gæti mælst minni en ella vegna þess að væntanlegra verðbólguáhrifa hækkandi íbúðarverðs mun ekki gæta að fullu.

Ástæðan er sú að sárafáum kaupsamningum vegna húsnæðis hefur verið þinglýst í apríl vegna verkfalls félagsmanna í BHM hjá Sýslumanninum í Reykjavík.

Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs hefur að miklu leyti skýrt hækkun vísitölunnar að undanförnu. Það hefur birst í því að án húsnæðisliðarins hefði verið verðhjöðnun suma mánuði. Raunverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á stöðugri uppleið og spá greiningardeildir bankanna frekari hækkunum í ár. Út frá því má leiða líkur að því að tafir á birtingu upplýsinga um nýja samninga hafi í för með sér að fasteignaverð sé vanmetið í húsnæðisliðnum, að því er fram kemur í umfjöllun um áhrif verkfallsaðgerða í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert