„Þetta er ennþá í vinnslu en ekki frágengið. Ástæðan er sú að enn er verið að bíða eftir upplýsingum frá viðsemjandanum sem þurfa að liggja fyrir áður en hægt er að klára þetta.“
Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsókastjóri í samtali við mbl.is spurð um stöðu mála varðandi kaup á gögnum um félög tengd Íslendingum sem stofnuð voru í skattaskjólum. „Þetta hefur tekið eitthvað lengri tíma en ég hafði gert ráð fyrir og vonast til en ég á ekki von á öðru en af þessu verði.“ Málið sé einfaldlega í farvegi.