Krían um viku síðar á ferðinni en vanalega

Krían er einn helsti vorboðinn.
Krían er einn helsti vorboðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Krían er um viku á eftir áætlun að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar, fuglafræðings á Stokkseyri.

„Hún hefur verið lengi að koma út af norðanáttinni en hún er að skjóta upp kollinum núna,“ segir Jóhann Óli. Hann segir að fyrsta krían hafi sést fyrir um viku.

„Núna eru þær hins vegar komnar í varpið hjá mér á bak við hús. Svo sá ég tólf kríur á tjörninni áðan. Nú á áttin að snúast og þá sér maður vonandi fleiri,“ segir Jóhann Óli í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert