Mikil framför að mati BHM

Hjúkrunarfræðingar að störfum á Landspítala.
Hjúkrunarfræðingar að störfum á Landspítala. mbl.is/Golli

Páll Hall­dórs­son, formaður BHM, tel­ur að til­boð sem barst frá rík­inu í kjaraviðræðum sé mik­il fram­för frá því sem verið hef­ur. Ekki sé þó um fullt til­boð að ræða og enn séu í því „eyður“ sem eigi eft­ir að ræða bet­ur.

Gunn­ar Björns­son, formaður samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins, seg­ir í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag, að viðbragða sé að vænta frá BHM á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag.

Á miðnætti 27. maí nk. hefst ótíma­bundið verk­fall rúm­lega tvö þúsund hjúkr­un­ar­fræðinga hafi samn­ing­ar ekki náðst. Hjúkr­un­ar­fræðing­ar vilja að bilið milli dag­vinnu­launa þeirra og helstu viðmiðun­ar­stétta verði brúað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka