Kjötskortur, skerðing þjónustu á Landspítala og frestun hjónaskilnaða hjá embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru aðeins dæmi um þau áhrif sem verkfallsaðgerðir í apríl og maí hafa haft á landsmenn. Áhrifin verða þó enn meiri síðar í mánuðinum en þá gætu um 70 þúsund manns lagt niður störf náist ekki að semja. Verði svo má m.a. eiga von á að samgöngur fari úr skorðum, s.s. millilandaflug.