Hvað gerðist á uppstigningardaginn?

Uppstigning krists eftir Il Garofalo frá árinu 1520.
Uppstigning krists eftir Il Garofalo frá árinu 1520. Af Wikipedia

Í dag er uppstigningardagur. Þá eru flestir í fríi og slappa af. En af hverju? Hvað gerðist eiginlega á þessum degi?

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins, segir á Vísindavef Háskóla Íslands. 

Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörutíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnaför Jesú Krists minnst, segir ennfremur á Vísindavefnum.

 Samkvæmt ritningum Nýja testamentisins reis Jesús upp frá dauðum þremur dögum eftir krossfestinguna. Eftir upprisuna birtist hann lærisveinum sínum nokkrum sinnum og sagði þeim að breiða út fagnaðarerindið:

Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda. 

Eftir að hafa mælt þessi orð á hann að hafa stigið upp til himna til að sitja við hægri hönd Guðs.

Ekki er þekkt hér á landi nein sérstök þjóðtrú eða siðir tengdir uppstigningardegi, en í öðrum löndum var himnaför Jesú oft fagnað á gamansaman hátt. Fólk borðaði þá frekar fuglakjöt eða notaði daginn til fuglaveiða. Einnig þekktist að karlar lyftu glösum til að komast í sjöunda himin og líkja þar með eftir uppstigningu Jesú. Nútímamenn hafa einnig oft gaman af helgimyndum sem sýna himnaför Jesú, en mismikið sést þá í fætur Jesú þar sem þeir hverfa upp í himininn.

 Sjá nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert