Kjötskortur yfirvofandi á Fabrikkunni

Jóhannes (t.v.) segir að allt verði gert til að halda …
Jóhannes (t.v.) segir að allt verði gert til að halda staðnum opnum. Morgunblaðið/Golli

Kjötskortur er yfirvofandi á Íslensku Hamborgarafabrikkunni á næstu dögum samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Ásbjörnssyni, einum eigenda staðarins. Aðeins er notað íslenskt kjöt í hamborgara á staðnum, en víða er vöntun á kjöti vegna verkfalls dýralækna.

„Þetta er ekki búið, en það styttist í það,“ segir Jóhannes. Hann segir ekki ljóst hvort loka þurfi staðnum á einhverjum tímapunkti en ítrekar að allt verði gert til að koma í veg fyrir það.

Sjá frétt mbl.is: Taka einn dag í einu á KFC

„Við erum að skoða hvað við getum gert sniðugt þegar, eða ef, allt verður búið. Þó hamborgararnir séu fyrirferðarmestir á matseðlinum erum við samt sem áður með talsvert mikið af öðrum réttum sem við reynum að keyra á í millibilsástandinu.“

Hann segir ekki hægt að setja niður nákvæma dagsetningu þar sem kjötleysið hefst, en býst þó við að ekki sé ýkja langt í það.

„Eftirspurnin sveiflast auðvitað svolítið eftir dögum. Hins vegar fer þetta líklega að verða uppurið undir lok næstu viku,“ segir Jóhannes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert