Kóngur þjóðvegar háloftanna

Flugfélag Íslands keypti Fokker F-27 í stað Douglas DC-3 Dakota, …
Flugfélag Íslands keypti Fokker F-27 í stað Douglas DC-3 Dakota, sem höfðu þjónað landsmönnum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Um þessar mundir eru 50 ár síðan fyrsta Fokker-flugvélin kom til landsins. Af því tilefni bauð Flugfélag Íslands til veislu í gær.

Þar komu saman starfsfólk Flugfélagsins til margra ára, áhafnir sem flugu fyrstu Fokker-vélunum og fleiri sem unnu á Reykjavíkurflugvelli árið 1965 þegar fyrsti Fokkerinn kom.

Forstjóri Fokker Services í Hollandi, Peter Somers, hélt ávarp ásamt Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins, og Aðalsteini Dalmann, en hann var einn af þeim sem störfuðu á Reykjavíkurflugvelli þegar fyrsti Fokkerinn lenti þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert