Aukinn kraftur í viðræðum

Margir fundir eru á dagksrá ríkissáttasemjara í dag.
Margir fundir eru á dagksrá ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hafa verið gagnlegir vinnufundir undanfarna daga og það miðar ágætlega í þeirri vinnu en það er mikið eftir. Það er aftur á móti kominn aukinn kraftur í viðræðurnar sem er jákvætt.“

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um gang kjaraviðræðnanna í Morgunblaðinu í dag. Þorsteinn og félagar eiga fund með VR og Flóabandalaginu hjá sáttasemjara í dag.

Uppstigningardagur fór að mestu í að safna kröftum hjá helstu forkólfum kjarabaráttunnar. Dagskrá sáttasemjara er þéttskipuð sem fyrr en fyrir utan fund SA og Flóafélaganna þá er einnig fundað í dag með BHM-liðum í deilunni gegn ríkinu. „Menn eru allavega að tala saman, sem er jákvætt,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann tekur undir það að viðræðurnar séu að þokast í rétta átt. „Það er aðeins bjartara yfir manni. Þangað til í byrjun þessarar viku höfðum við ekki séð nokkurn skapaðan hlut frá ríkinu.“

Margir fundir eru á dagksrá ríkissáttasemjara í dag.
Margir fundir eru á dagksrá ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert