Fullkominn og óvenju djúp helgarlægð

Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur.
Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur. Þórður Arnar Þórðarson

Veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir vekur athygli á komandi hvassviðri og vætu í kortunum. Hún segir helgarveðrið verði leiðinlegt en er þó ánægð með lægðina sem veldur veðrinu - hún sé fullkomin.

„Það verður talsverð rigning sunnanlands og sérstaklega suðaustanlands frameftir degi á morgun en það má gera ráð fyrir rigningarskúrum um allt land. Lægðin ílengist alla helgina þó það létti til á sunnudag á Suðurlandi þegar lægðin færir sig austur,“ segir Birta.

Hún segir að það verði nokkuð hvasst annað kvöld á Vestfjörðum en ekkert sem fólk þurfi að hafa áhyggjur af.

Birta birtir mynd á Twitter af lægðinni undir fyrirsögninni "Fullkomin og óvenju djúp helgarlægð" enda segir hún hana vera fullkomna. „Hún er algjörlega fullkomin. Það eru svo skýr skilin. Þetta er skólabókardæmi hvernig svona lægðir eru. Stundum eru þær klesstar og leiðinlegar en þessi hringsnýst með skilin í kringum sig og maður sér skúraloft suðuraf, akkúrat á réttum stað. Þetta finnst mér dásamlegt,“ segir hún kát.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert