Fullkominn og óvenju djúp helgarlægð

Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur.
Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur. Þórður Arnar Þórðarson

Veður­fræðing­ur­inn Birta Líf Krist­ins­dótt­ir vek­ur at­hygli á kom­andi hvassviðri og vætu í kort­un­um. Hún seg­ir helgar­veðrið verði leiðin­legt en er þó ánægð með lægðina sem veld­ur veðrinu - hún sé full­kom­in.

„Það verður tals­verð rign­ing sunn­an­lands og sér­stak­lega suðaust­an­lands fram­eft­ir degi á morg­un en það má gera ráð fyr­ir rign­ing­ar­skúr­um um allt land. Lægðin íleng­ist alla helg­ina þó það létti til á sunnu­dag á Suður­landi þegar lægðin fær­ir sig aust­ur,“ seg­ir Birta.

Hún seg­ir að það verði nokkuð hvasst annað kvöld á Vest­fjörðum en ekk­ert sem fólk þurfi að hafa áhyggj­ur af.

Birta birt­ir mynd á Twitter af lægðinni und­ir fyr­ir­sögn­inni "Full­kom­in og óvenju djúp helgar­lægð" enda seg­ir hún hana vera full­komna. „Hún er al­gjör­lega full­kom­in. Það eru svo skýr skil­in. Þetta er skóla­bók­ar­dæmi hvernig svona lægðir eru. Stund­um eru þær klesst­ar og leiðin­leg­ar en þessi hringsnýst með skil­in í kring­um sig og maður sér skúraloft suðuraf, akkúrat á rétt­um stað. Þetta finnst mér dá­sam­legt,“ seg­ir hún kát.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert