Landsýn nánast alla leiðina

Hópur flugmanna á fimm litlum heimasmíðuðum flugvélum stefnir að því að fljúga í næstu viku frá Reykjavík til Skotlands með viðkomu á Höfn í Hornafirði og í Vogum í Færeyjum. Undirbúningur ferðarinnar hefur staðið yfir frá því um áramót.

Fyrsti áfangi ferðarinnar, það er frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði er 400 kílómetrar. Áætlaður flugtími þangað er 1:40 klst. Leiðin til Færeyja er um 470 kílómetrar og flogin á um 2:30 klst. Leggurinn frá Færeyjum til Skotlands, er svo viðlíka í lengd og tíma. Ætlunin er svo að fljúga áfram suður Bretland til bæjarins Syvell, sem er fyrir norðan Lundúnir. Þar verður haldin flugsýning 29. til 31. maí og er koma Íslendinganna hluti af dagskrá. Ekki munar miklu að ef hátt sé flogið og skyggni verði landsýn nánast alla leiðina, það er að sjá megi á stundum hæstu fjallatoppa gægjast upp fyrir sjóndeildarhringinn. 

Að sögn Sigurður  Ásgeirssonar leiðangursstjóra hefur verið í mörg horn að líta við undirbúning. Öryggismálin eru númer eitt.  Þeir sem í þessa ferð veljast eru öll þauvön í fluginu. Í þessum hópi er Berglind Heiða Árnadóttir flugmaður hjá Icelandair, en þau Árni Sigurbergsson faðir hennar verða saman í vél.

Nánar segir frá fyrirhugaðri flugferð í Morgunblaðinu í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka