Segir Skagafjörð „Sikiley Íslands“

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Skaga­fjörður er Sikiley Íslands,“ seg­ir Birgitta Jóns­dótt­ir, kaf­teinn Pírata, á Face­book-síðu sinni en til­efnið er um­fjöll­un á frétta­vefn­um Stund­in þar sem gert er að því skóna að ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að hætta um­sókn­ar­ferl­inu að Evr­ópu­sam­band­inu snú­ist ekki síst um hags­muni Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga og íbúa Skaga­fjarðar. Ekki síst með til­liti til út­flutn­ings á lamba­kjöti til Rúss­lands. Útflutn­ing­ur á mak­ríl vegi þó þyngst í vax­andi út­flutn­ingi til lands­ins.

Sikiley, sem hluti Ítal­íu, er þekkt meðal ann­ars fyr­ir tengsl eyj­ar­inn­ar við ít­ölsku mafíuna Cosa Nostra. Líf­leg­ar umræður hafa skap­ast um um­mæl­in á Face­book-síðu Birgittu og eru skipt­ar skoðanir um sam­lík­ing­una. Sum­ir taka und­ir um­mæl­in en öðrum þykir ómak­lega vegið að Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga og Skag­f­irðing­um.

Skjá­skot
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert