Spyr um rökin fyrir bankabónusum

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hvaða rök eru á bak við bankabónusa? Er hagnaður bankanna ekki fyrst og fremst til kominn vegna þess að lánasöfnin eru betri en gert var ráð fyrir? Þarf að greiða sérstaka bónusa vegna þess?“ spyr Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta af því að bankastjórar hafi fengið milljónir króna greiddar í bónusa á síðasta ári.

„Þetta fólk er á mjög góðum launum og vandséð af hverju það þarf að árangurstengja laun þess. Ef það er gert hlýtur útreikningurinn að miðast við langan tíma og virka í báðar áttir. Ég er fullkomlega meðvitaður um að hér er um einkafyrirtæki að ræða en bankar eru því miður í skjóli skattgreiðenda, bæði vegna stærðar og kerfislegs mikilvægis og einnig vegna innistæðukerfsins. Þess vegna verðum við að vera meðvituð um hvaða hvata við erum að virkja með launakerfum þessara stofnana,“ segir hann ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert