Vöffluilmur olli uppnámi

Miklar annir eru hjá ríkissáttasemjara þessa dagana, en þó skrifað …
Miklar annir eru hjá ríkissáttasemjara þessa dagana, en þó skrifað undir einn og einn kjarasamning. Morgunblaðið/Golli

Skrifað var und­ir kjara­samn­ing í Karp­hús­inu í morg­un hjá kenn­ur­um við Tækni­skól­ann og vöffl­ur bakaðar af því til­efni, eins og venja er. Vöffluilm­ur­inn olli hálf­gerðu upp­námi í hús­inu þar sem samn­inga­nefnd­ir SA, Fló­ans, VR, BHM og rík­is­ins sátu á fund­um.

„Hér spruttu menn fram úr fund­ar­her­bergj­un­um, þegar þeir fundu ilm­inn,“ seg­ir Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri Rík­is­sátta­semj­ara, létt í bragði, í sam­tali við mbl.is, en viðbrögð samn­inga­nefnd­ar­manna segja kannski ákveðna sögu um spennu­stigið í viðræðunum, sem fara fram í skugga boðaðra verk­fallsaðgerða.

Kl. 9 í morg­un hófst fund­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) við Flóa­banda­lagið, VR og Lands­sam­band ísl. versl­un­ar­manna. Um svo­nefnd­an vinnufund er að ræða og svipaður fund­ur hófst síðan kl. 10 í kjara­deilu rík­is­ins og BHM, Banda­lags há­skóla­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert